Erlent

Vélin varð líklega fyrir eldingu

Tuttugu og tveir slösuðust, þó enginn alvarlega, þegar farþegaflugvél frá franska flugfélaginu Air France fór út af flugbraut í lendingu og rann út í skurð í Toronto í Kanda í gærkvöld. Talið er að eldingu hafi lostið niður í flugvélina í lendingunni. 309 manns voru um borð og þykir ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Slysið varð skammt frá einni fjölförnustu hraðbraut í Kanada og fóru sumir farþeganna út að veginum til að reyna að fá far að flugstöðvarbyggingunni. Vélin, sem var af gerðinni Airbus 340, fór um 200 metra fram yfir flugbrautina og þurftu margir farþeganna áfallahjálp eftir slysið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×