Erlent

Rússar sniðganga sjónvarpsstöð

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað embættismönnum sínum að hafa nokkur samskipti við bandarísku sjónvarpsstöðina ABS, eftir að hún sendi út viðtal við hryðjuverkamanninn Shamil Basayev. Basayev er Tsjetseni og hefur skipulagt og stjórnað mannskæðum árásum, í Rússlandi. Í tilkynningu frá Rússneska utanríkisráðuneytinu segir að þegar atvinnuleyfi starfsmanna ABC renni út, verði það ekki endurnýjað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×