Viðskipti innlent

Hagnast um þrjá milljarða á viku

Hagnaður fjármálafyrirtækjanna fimm voru tæpir 80 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur hagnaður fyrirtækjanna aldrei verið meira. Á sama tíma í fyrra högnuðust fjármálafyrirtækin um samtals 11 milljarða króna. KB banki hagnast mest eða um tæpa 25 milljarða króna. Burðarás kemur næstur með 24,5 milljarða króna hagnað. Aukinn hagnað fjármálafyrirtækjanna má rekja til umsvifameiri rekstur þeirra, bæði hér á landi og erlendis. Hagnaður af sölu eigna, gengishagnaður af eignum í öðrum félögum, auknar vaxtatekjur vegna mikillar útlánaaukningar og auknar tekjur vegna fyrirtækjaverkefna skýra hagnað fjármálafyrirtækjanna að stórum hluta. Heilareignir bankanna nema tæpum 4.300 milljörðum króna og er KB banki með mestu eignirnar eða 1.900 milljarða. Eignaaukning bankanna skýrist að mestu leyti af kaupum þeirra á erlendum bönkum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Sífellt stærri hluti af tekjum bankanna koma erlendis frá og stendur KB banki þar fremst en 70 prósent af tekjum bankans koma erlendis frá á fyrstu sex mánuðum ársins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×