Bjargvættur ungra múslima? 25. júlí 2005 00:01 Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun