Viðskipti innlent

Stofnfjáreigendur vilja svör

Fimm stofnfjáreigendur fóru fram á það við stjórn sparisjóðsins að fundurinn yrði haldinn og þar yrði fimm spurningum svarað. Stjórninni ber samkvæmt samþykktum sparisjóðsins að verða við beiðninni og eru aðeins þessar fimm spurningar á dagskrá fundarins. Fimmmenningarnir vilja að stjórnin upplýsi stofnfjáreigendur um hvort einhver áform séu uppi um breytingar á eignarhaldi Sparisjóðs Hafnarfjarðar, en mikill órói hefur verið í kringum núverandi stjórn. Sagðar hafa verið fréttir af því að meirihluti stjórnarinnar hafi boðið stofnfjáreigendur að kaupa hluti þeirra fyrir tugi milljóna króna og ætli sér að taka sparisjóðinn yfir. Einnig vilja fimmmenningarnir fá upplýsingar um gerða starfslokasamninga og uppsagnir á sparisjóðsstjóranum, aðstoðarsparisjóðsstjóranum og forstöðumanni innra eftirlits. Einnig er spurt um áform um að efla Sparisjóð Hafnarfjarðar, sérstaklega hvað varðar fyrirtækjasvið, og hugsanlegar skipulagsbreytingar sem framundan séu. Stjórn sparisjóðsins mun sitja fyrir svörum og upplýsa stofnfjáreigendur um þessi mál.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×