Sport

Valur sigraði Grindavík

Valsmenn voru rétt í þessu að sigra Grindavík á útivelli með einu marki gegn engu í Landsbankadeild karla. Það var Matthías Guðmundsson sem gerði sigurmark Hlíðarendadrengja á 76. mínútu. Í Laugardalnum gerðu Þróttarar og Skagamenn markalaust jafntefli en þetta var fyrsti leikur Þróttar undir stjórn Atla Eðvaldsonar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×