Sport

Grindavík - Valur í kvöld

Valsmenn fara til Grindavíkur í kvöld og geta með sigri minnkað forystu FH-inga á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í 6 stig. Grindvíkingar sem nú eru í 7.sæti deildarinnar geta með sigri komist upp fyrir KR í 6. sætið. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með öruggum sigri Valsmanna 3:1 að Hlíðarenda. Mörk Valsmanna gerðu Guðmundur Benediktsson, Bjarni Ólafur Eiríksson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Mark Grindvíkinga gerði Magnús Þorsteinsson en honum var einnig vísað af leikvelli. Leikurinn tók sinn toll fyrir Grindvíkinga því tveir lykilmenn þeirra lentu í slæmum meiðslum, þeir Ray Jónsson og Alfreð Elías Jóhannsson. Hvorugur þeirra mun leika meira með liði sínu í sumar.   Líkleg Byrjunarlið; Grindavík (4:4:2) Savic: Óðinn, Jack, Óli Stefán, Eyþór: McShane, Nistroij, Eysteinn, Óskar: Kekic, Magnús. Valur (4-4-1-1) Kjartan; Steinþór, Grétar Sigfinnur, Atli Sveinn, Bjarni Ólafur; Sigþór, Sigurbjörn, Stefán, Baldur; Guðmundur; Matthías.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×