Sport

Bikarmeistarar ÍBV dottnir úr leik

Bikarmeistarar ÍBV eru dottnir úr leik í VISA-bikarkeppni kvenna. Þær lágu fyrir frískum Valskonum sem hreinlega yfirspiluðu ÍBV. Lokaniðurstaðan, 6-1 fyrir Val. Dóra María Lárusdóttir skoraði þrennu fyrir Val, ElínSvavarsdóttir, Rakel Logadóttir og fyrrverandi eyjapæja, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoruðu sitt markið hver. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaði muninn fyrir ÍBV. 8-liða úrslitum Visa-bikarkeppninar lýkur í kvöld með þremur leikjum: Fjölnir fær ÍA í heimsókn, Stjarnan fær KR í Garðabæ og í Kópavogi mætast Breiðablik og Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×