Sport

Magnús ætlar ekkert að hætta

Magnús Gylfason, þjálfari KR, er ekkert á þeim buxunum að gefast upp og hætta að þjálfa Vesturbæjarliðið þrátt fyrir að liðið sé nú komið niður í fallbaráttuna. KR tapaði í gær þriðja leiknum í röð og hefur aðeins fengið 4 stig út úr síðustu átta leikjum sínum í Landsbankadeildinni. Magnús Gylfason þjálfari KR sagði eftir leik í gær að það hvarflaði ekki að sér að segja upp störfum. „Stjórnin réð mig og ef þeir telja það best fyrir KR að ég hætti, þá bara reka þeir mig. Það voru batamerki á leik liðsins og við vorum klárlega betri aðilinn fram að þriðja markinu þeirra en við vorum klaufar." KR hefur tapaði þremur síðustu deildarleikjum með markatölunni 1-9 og mótherjar KR-liðsins hafa unnið síðustu 315 mínúturnar 10-2 og það þrátt fyrir að 225 þeirra hafi verið spilaðar á KR-vellinum. KR tapaði í gær sínum öðrum heimaleik á aðeins fjórum dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×