Sport

Malmö vann meistarana

Í sænsku úrvalsdeildinni í kvenna knattspyrnu sigraði lið Ásthildar Helgadóttur, Malmö, meistara síðasta árs Djurgården/Älvsjö, 1-0, í gær. Ásthildur átti góðan leik. Þá vann Umeå Mallbacken, 3-1, en með Mallbacken leikur Erla Steina Arnardóttir. Umeå og Malmö eru efst og jöfn í deildinni með 22 stig þegar átta umferðir eru búnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×