Sport

Leikið í 1. deild og Visa-bikarnum

Einn leikur er í 1 deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það er leikur nágrannanna í Kópavogi, Breiðabliks og HK. Breiðablik er á toppi 1. deildar með fullt hús stiga og stefna hraðbyri upp í deild þeirra bestu. Leikurinn hefst klukkan 20 á Kópavogsvelli. Það er stórleikur í Visa-bikar kvenna í kvöld þegar bikarmeistarar ÍBV mæta Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum. Spilað verður úti í Eyjum klukkan 19.15. Liðin hafa mæst í úrslitum bikarsins tvö undanfarin ár og ljóst er að um hörkuleik verður að ræða.  8-liða úrslitunum lýkur annað kvöld með þremur leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×