Sport

Button vill bara það besta

Breski ökumaðurinn Jenson Button, sem talinn er líklegur til að yfirgefa herbúðir BAR-Honda liðið í formúlu eitt á næsta ári, segist ekki vilja fara til miðlungsliðs heldur aðeins þess besta. Button hefur verið orðaður við Ferrari, en hafði þetta að segja um það. "Ferrari eru ekki með nema kannski sjötta besta liðið á næsta ári, þannig að ég get ekki séð nokkra einustu ástæðu fyrir mig að fara þangað. Ég vil vera hjá besta liðinu - sama hvaða lið það er," sagði hinn metnaðarfulli Button.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×