Sport

Sögulegur sigur Skagamanna

Skagamenn unnu sögulegan sigur á KR-ingum ,0-2, í vesturbænum í gærkvöldi í síðasta leik fyrri umferðar Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Skagamenn  höfðu ekki unnið í vesturbænum í 12 ár fyrr en í gær. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrra mark gestanna á 28.mínútu. Bjarnólfur Lárusson lét síðan skapið hlaupa með sig í gönur og var rekinn af velli eftir að hafa slegið Reyni Leosson á ansi viðkvæman stað en Skagamamenn eru eina liðið í Landsbankadeildinni sem ekki hafa fengið rautt spjald. Igor Pesic skoraði annað mark skagamanna þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Kristján Finnbogason tók þá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming KR. Skagamenn unnu skallaboltann og boltinn hrökk til Pesic sem þrumaði honum 60 metra vegalengd yfir Kristján sem var ekki kominn í markið eftir aukaspyrnuna. Skagamenn eru í 5 sæti Landsbankadeildarinnar með 13 stig eftir sigurinn en KR er í því sjötta með 10.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×