Sport

Fjölnir sigraði Þór

Þrír leikir voru í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Fjölnir sigraði Þór með þremur mörkum gegn einu. Atli Guðnason skoraði fyrsta mark Fjölnis en Tómas Leifsson bætti síðan tveimur mörkum við áður en Pétur Heiðar Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Þór. Haukar sigruðu KS, 4-1, og Völsungur og Víkingur í Ólafsvík gerðu 1-1 jafntefli. Þegar sjö umferðir eru búnar hefur Breiðablik sjö stiga forystu. Breiðablik er með 19 stig en Víkingur er í öðru sæti með tólf. KA, Haukar og Þór eru öll með tíu stig en KA á leik til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×