Sport

Bætti heimsmetið í 100 m hlaupi

Heimsmetið í 100 metra hlaupi var í gær bætt um tæpar 2 sekúndur. Asafa Powell, sem nýlega bætti metið, þarf ekki að sjá á eftir sínu meti því Japaninn Kozo Haraguchi bætti metið í flokki 95-99 ára. Haraguchi er 95 ára og hann hljóp vegalengdina á 22,04 sekúndum og bætti sex ára gamalt met sem Erwin nokkur Jaskulski frá Hawai átti, um tæpar 2 sekúndur. Haraguchi er enginn byrjandi á spretthlaupum, hann hóf að æfa af alvöru þegar hann var 65 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×