Sport

Gylfi ekki með gegn Möltu

Gylfi Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Möltu á morgun í undankeppni heimsmeistaramótsins. Gylfi meiddist í leiknum gegn Ungverjum og verður frá í þrjár til fjórar vikur. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við íþróttadeild Bylgjunnar í morgun að einn leikmaður úr 21 árs liðinu yrði valinn eftir leik liðsins í kvöld gegn Möltu. Fimm leikmenn sem tóku þátt í leiknum við Ungverja verða fjarri góðu gamni, tveir vegna meiðsla og þrír taka út leikbann. Heiðar Helguson kemur inn í hópinn eftir að hafa tekið út leikbann og Auðun Helgason, FH, og Bjarni Ólafur Eiríksson, Val, koma inn í hópinn auk Helga Vals Daníelssonar, Fylki, sem var nítjándi maður gegn Ungverjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×