Sport

Þórarinn í Þrótt !

Þórarinn Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu gekk í dag til liðs við nýliða Þróttar í Reykjavík. Þórarinn er uppalinn Keflvíkingur en lék með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í vetur. Honum bauðst ekki að vera áfram hjá skoska liðinu og kom heim nýlega. Keflavík hafði ekki efni á að fá hann aftur til liðs við sig samkvæmt heimildum Vísis. Ekki liggur fyrir á þessari stundu lengd samningsins á milli Þórarins og Þróttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×