Indiana-Detroit á Sýn í kvöld 15. maí 2005 00:01 Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira