Miami 2 - Washington 0 11. maí 2005 00:01 Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák). NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sjá meira
Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sjá meira