Sport

Southampton þarfnast Crouch

Lið Southampton hefur biðlað til enska knattspyrnusambandsins að rauða spjaldið sem framherji liðsins, Peter Crouch, fékk að líta í síðasta leik, verði dregið til baka. Crouch var vikið af leikvelli í leiknum gegn Crystal Palace um helgina, fyrir að gefa mótherja sínum olnbogaskot í leiknum, en þeir vilja meina að hann sé alsaklaus af því og vilja að hann sleppi við það tveggja leikja bann sem hann á yfir höfði sér í deildinni. Southampton er í harðri fallbaráttu og þarf lífsnauðsynlega á sigri að halda gegn Manchester United um næstu helgi, til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Forráðamenn liðsins segjast þurfa á Crouch að halda í þeim leik, því hann hefur verið þeim afar mikilvægur vetur. Crouch er mjög hávaxinn og hefur skorað 12 mörk fyrir félagið á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×