Sport

Leeds losar sig við leikmenn

Leeds hefur tjáð þeim Eirik Bakke, Michael Ricketts og Julian Joachim að framtíð þeirra liggji ekki hjá félaginu. Þremenningarnir eru á meðal hæst launuðustu leikmönnunum hjá félaginu og munu líklega hverfa á braut í sumar. Ricketts og Joachim komu síðasta sumar á frjálsri sölu en hafa ekki náð að slá í gegn. Bakke, sem fyrrum stjóri Leeds, David OLeary, keypti hefur verið mikið meiddur og hefur Leeds einfaldlega ekki efni á að hafa svoleiðis leikmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×