Sport

Everton yfir í hálfleik

Everton er 1-0 yfir gegn Newcastle í ensku knattspyrnunni en í dag fara fram 9 leikir í næst síðustu umferðinni úrvalsdeildinni. Sigri Everton í dag þarf liðið aðeins 1 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til að tryggja sér Meistaradeildarsæti og útiloka þar með möguleika Liverpool á  sætinu. Jafnt er í hálfleik hjá Crystal Palace og Southamton, 1-1 en liðin eru jöfn að stigum í 17. og 18. sætum. W.B.A. sem er í 19. sæti leika síðar í dag við Man Utd og botnlið Norwich er yfir gegn Birmingham 1-0. Hálfleikstölur. Aston Villa 0 - 2 Man City Blackburn 1 - 1 Fulham Crystal Palace 1 - 1 Southampton Everton 1 - 0 Newcastle Middlesbrough 1 - 0 Tottenham Norwich 1 - 0 Birmingham Portsmouth 0 - 1 Bolton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×