Sport

Ronaldo framlengir hjá Man Utd

Sir Alex Ferguson knatstpyrnustjóri Manchester United segir í viðtali við breska fjölmiðla í morgun að félagið standi nú í samningaviðræðum við portúgölsku stjörnuna Christiano Ronaldo um að framlengja samning hans við félagið. Ronaldo sem kom frá Sporting Lissabon í ágúst 2003 á þrjú ár eftir af samningi sínum en mikill áhugi annarra liða, sérstaklega Chelsea hefur þröngvað félaginu til nýrra samningaviðræðna við piltinn tvítuga sem hefur slegið í gegn á Old Trafford. "Við erum aðeins að gera það sem þarf að gera við aðstæður sem þessar. Allir góðir leikmenn verða á einhverjum tímapunkti orðaðir við Chelsea vegna gullnámunnar þar. En málið er að þeir geta ekki fengið alla." sagði Sir Alex í samtali við Sky sjónvarpsstöðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×