Sport

Chelsea fékk bikarinn afhentan

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea fengu Englandsmeistarabikarinn afhentan á Stamford Bridge skömmu fyrir kl 14 í dag eftir að hafa lagt Charlton að velli, 1-0. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill Chelsea í slétt 50 ár og er Eiður Smári fyrsti Íslendingurinn sem hampar þessum titli. Claude Makelele skoraði eina mark leiksins á 91. mínútu þegar hann náði frákastinu eftir að hafa misnotað vítaspyrnu. Eiður lék allan leikinn í liði Chelsea í dag og mark Makelele er hans fyrsta fyrir félagið í 96 leikjum. Chelsea er með 91 stig þegar liðið á eftir að leika tvo leiki og mun því að öllum líkindum slá stigamet Manchester United sem eru 92 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×