Sport

Howard í samningaviðræðum

Tim Howard, markvörður Manchester United, hefur hafið samningaviðræður við félagið um nýjan samning. Þessi Bandaríski landsliðsmarkvörður átti frábært tímabil í fyrra, en hefur ekki alveg fundið fjölina þetta tímabilið og hefur þurft að deila markmannsstöðunni í liðinu með Roy Carroll. Talið var að Sir Alex Ferguson sé í markvarðarleit en greinilegt er þó að Skotinn hefur trú á Howard. ,,Forráðamenn Tim eru í samningaviðræðum við David Gill, þannig að hlutirnir eru að gerast," sagði Ferguson. ,,Hann er ennþá ungur af markmanni að vera og þarfnast reynslu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×