Sport

Wenger pressar á Henry

Stjóri Arsenal, Frakkinn Arsene Wenger, hefur pressað á Thierry Henry að hrista af sér meiðslin svo hann geti spilað úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni gegn Manchester United. Wenger sagði að ef Henry nær ekki að spila leik í ensku deildinni sé ólíklegt að hann muni byrja bikarúrslitaleikinn. Henry mun ekki leika gegn Liverpool á sunnudaginn og er talinn 40-60 á að geta leikið á Millennium Stadium. ,,Mér finnst að sá leikmaður sem spilar í úrslitaleik bikarsins verði að vera í leikformi fyrir," sagði Wenger. ,,Maður setur ekki bara leikmenn beint inní svona leiki. Mun Thierry spila? Ég veit það ekki, ég tel líkurnar vera svona 40 á móti 60 að hann spili."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×