Sport

Lampard valinn bestur

Frank Lampard, leikmaður Englandsmeistara Chelsea, var í morgun valinn leikmaður ársins af enskum íþróttafréttamönnum. Lampard hafði betur í baráttu við félaga sinn í Chelsealiðinu, John Terry, en hann var fyrir skömmu valinn besti leikmaður ársins af leikmönnum úrvalsdeildarinnar. Þeir félagar, Lampard og Terry, fengu 90 prósent atkvæða í kjöri íþróttafréttamanna. Í þriðja sæti að þessu sinni var varnarmaður Liverpool, Jamie Carragher. Lampard er annar leikmaður Chelsea sem hlýtur þessa viðurkenningu en Ítalinn Gianfranco Zola var valinn bestur 1997. Aðeins tveir enskir leikmenn hafa áður orðið fyrir valinu; Alan Shearer árið 1994 og Teddy Sheringham 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×