Sport

Mourinho ætlar að bæta við

Jose Mourinho framkvæmdastjóri meistaraliðs Chelsea hefur lýst því yfir að hann hyggist næla í þrjá nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar. Roman Abramovich ætlar að opna budduna þannig að Mourinho geti fengið til liðsins vinstri bakvörð, miðjumann og sóknarmann. Serbneski sóknarmaðurinn Mateja Kezman hefur núþegar lýst því yfir að hann vilji frá liðinu í sumar og Eiður Smári er farinn að spila á miðjunni þannig að Didier Drogba er eini sóknarleikmaðurinn sem líklega verður eftir og hann hefur ekki verið að skora mikið að undanförnu. Mörg nöfn hafa verið nefnd í slúðurdálkum bresku blaðanna en engar staðfestar fregnir hafa borist af því hvaða leikmenn Mourinho ætlar að næla í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×