Sport

Paul Robinson meiddur

Við nánari athugun hefur komið í ljós að enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham, er meiddur á hné og getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni. Robinson hlaut meiðslin í leiknum gegn Aston Villa um helgina og nú gæti farið svo að hann missti af fyrirhugaðri æfingaferð Englendinga til Bandaríkjanna í lok mánaðarins. Það verður tékkneski landsliðs markvörðurinn Radek Cerny sem kemur inn í lið Tottenham í stað Robinson og fær það erfiða verkefni að verja mark liðsins í baráttu þess um sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×