Innlent

Dagur eldri borgara í kirkjum

Dagur eldri borgara er í kirkjum landsins í dag, á uppstigningardegi. Af því tilefni bjóða margar kirkjur til guðsþjónustu sem sérstaklega er tileinkuð öldruðum. Aldraðir taka þá virkan þátt í guðsþjónustunni, svo sem með ritningalestrum, söng og bænalestri. Gjarnan er boðið til kaffisamsætis að guðsþjónustu lokinni þar sem gefst tækifæri til uppbyggilegrar og ánægjulegrar samveru að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×