Sport

Stuðningsmenn Man Utd mótmæla

Stuðningsmannasamtök Manchester United hafa í huga að mótmæla hugsanlegum kaupum ameríska auðkýfingsins Malcom Glazer á félaginu, með því að mæta ekki á heimaleik liðsins við West Brom um helgina. "Við vitum að við erum að biðja óskaplega mikið af fólki að nota ekki miða sína á völlinn, en við verðum að sýna samstöðu í verki," sagði einn talsmanna samtakanna "Ekki til sölu", en það er nafnið á samtökunum sem stuðningsmennirnir hafa stofnað til að veita athygli stjórnarinnar á mikilli andstöðu við kaupáform Bandaríkjamannsins. Glazer hefur frest til 17. þessa mánaðar til að gera formlegt tilboð í félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×