Innlent

Bílvelta í lausamöl

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að bílaleigubíll með fjórum ferðamönnum valt í lausamöl í Heydal um fimmleytið í gær. Aðrir farþegar sluppu með skrámur. Lögreglan í Stykkishólmi segir fólk á sveitabæjum í nágrenninu hafa verið afar hjálpsamt og aðstoðað við björgunarstörf. Allir farþegar voru í bílbeltum. Að sögn vaktlæknis á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss er líðan mannsins eftir atvikum góð og útlit fyrir að hann nái fullum bata.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×