Erlent

Lynndie England játar

Lynndie England, sem varð fræg að endemum í fyrra fyrir þátt sinn í misþyrmingum á íröskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu, viðurkenndi sekt sína fyrir herrétti í Fort Hood í Texas í gær. Upphaflega var ákæran í níu liðum en tveir voru felldir niður gegn því að hún játaði sök. Hennar gæti beðið allt að ellefu ára dvöl í fangelsi. Myndir af England þar sem hún hæddi og niðurlægði íraska fanga vöktu reiði um allan heim í fyrra. Lögfræðingar hennar segja að hún hafi einfaldlega verið að hlýða skipunum en engar vísbendingar hafa fundist sem renna stoðum undir þær ásakanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×