Erlent

Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska

Sjónvarpsgláp eykur vitsmunaþroska barna samkvæmt nýrri bók sem kemur út í Bandaríkjunum á næstunni. Steven Johnson, höfundur bókarinnar, sem ber yfirskriftina Everything Bad is Good for You, kemst að þeirri niðurstöðu að flest það sem tilheyrir nútímamenningunni, s.s. tölvuleikir, sjónvarpsgláp og myndsímar, eigi sinn þátt í því að greindarvísitala ungs fólks hafi hækkað í vestrænum ríkjum. Hann bendir á að heil kynslóð hafi lært, í gegnum leiki og sjónvarpsþætti, að taka þátt í að skilgreina ýmis kerfi, reikna út hluti og leysa þrautir af ýmsu tagi. Þá hafi athyglissvið og minni barna aukist og hæfileiki þeirra til að hlusta á frásögn sé meiri en áður. Í bók Johnsons segir að nútímamenningin krefjist æ meiri vitsmuna, sem þroski ungu kynslóðina, í stað þess að draga hana niður á lágt vitsmunalegt plan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×