Pippen veitir skrifleg verðlaun 1. maí 2005 00:01 Scottie Pippen, fyrrum leikmaður í NBA-körfuboltanum, valdi á dögunum þá leikmenn sem hann taldi eiga rétt á þeim verðlaunum sem veitt eru á ári hverju NBA-deildinni. Verðlaunin, sem kappinn kallar The Annual Pip Awards, voru birt á bloggi Pippens sem er að finna á NBA.com og er vitnað beint í skrif kappans hér fyrir neðan. Verðlaunin, sem kappinn kallar The Annual Pip Awards, voru birt á bloggi Pippens sem er að finna á NBA.com og er vitnað beint í skrif kappans hér fyrir neðan. NBA MVP (Most Valuable Player eða verðmætasti leikmaðurinn) Shaquille O´Neal, Miami Heat Hann er einstaklega erfiður við að eiga og Shaq er enn að valda mönnum heilabroti varðandi leikstíl sinn. Þetta er ekki náungi sem kom inn í deildina fyrir þremur árum heldur er hann búinn að vera yfirburðarmaður í rúman áratug. Það er ekki hægt að stoppa hann, punktur. Hann kom til Miami og gerði Heat að einu af fimm líklegustu liðum deildarinnar til að næla í titil. Þetta eru spennandi tímar fyrir Miamiborg og á Shaq stóran þátt þar að máli. Dwyane Wade gæti hæglega blandað sér í þessa baráttu en mér finnst mjög aðdáunarvert hvað hann hefur víkkað leik sinn mikið. Mikið hefur verið rætt um Steve Nash hjá Phoenix Suns en fyrir mína parta á hann ekkert erindi sem MVP þar sem að hann er ekkert sérstakur varnarmegin á vellinum. Ef hann væri eitthvað í líkingu við menn á borð við John Stockton í vörninni, þá myndi ég velja hann en það er því miður ekki raunin. Fyrr myndi ég skoða Amaré Stoudemire, samherja Nash hjá Suns. Þá finnst mér Tim Duncan eiga fullt erindi þarna inn líka og hann er liði sínu mjög mikilvægur. En það getur aðeins einn unnið þennan titil og Shaq er vel að honum kominn. NBA - Þjálfari ársinsScott Skiles, Chicago Bulls. Ég er reyndar mjög hlutdrægur hér þar sem að ég hef horft mikið á Chicago í vetur og skil hvernig liðið umturnaðist. Þá var ég leikmaður Bulls þegar liðið náði ekki einu sinni 20 sigrum yfir veturinn og mér líður alltaf eins og ég sé hluti af liðinu þó að ég sé hættur að spila. Bulls byrjaði á að tapa fyrstu níu leikjunum en Skiles fékk liðið til að hysja upp um sig buxurnar, spila fantagóða vörn og spila liðsbolta eins og hann gerist bestur. Skiles á þennan titil frekar skilið en George Karl hjá Denver Nuggets því ekki má gleyma því að Nuggets komst í úrslit í fyrra. Chicago er hins vegar að horfa á björtustu tíma liðsins síðan 1998 og Scott Skiles á heiður skilið fyrir sín störf. NBA - Nýliði ársins Ben Gordon, Chicago BullsEmeka Okafor, Charlotte Bobcats Ben Gordon hjá Chicago Bulls og Emeka Okafor, leikmaður Charlotte Bobcats, neyðast til að deila þessum titli á milli sín en ég hélt í fyrstu að Gordon myndi hreppa þessi verðlaun. Ég get bara ekki litið framhjá Emeka enda er hann búinn að eiga mjög gott tímabil. Bæði Ben og Emeka hafa verið mjög kröfuharðir á sig sjálfa og sönnuðu í vetur að þeir geta leikið körfubolta á svo háum staðli sem raun ber vitni. Þeir sögðu m.a.s. liðum sínum: "Ég ætla að verða svona leikmaður og þið getið byggt liðið í kringum mig því þetta munuð þið fá frá mér í hverjum einasta leik." NBA - Mestu framfarir Amaré Stoudemire, Phoenix Suns. Þó að LeBron James hafi náð miklum framförum frá síðasta ári þá er hann búinn að sanna sig sem toppspilari og vann að auki verðlaunin sem besti nýliðinn á síðasta ári. Nokkrir komu til greina fyrir framfaraverðlaunin eins og t.d. Kirk Hinrich hjá Bulls, Tayshaun Prince hjá Detroit Pistons, en Stoudemire er sá sem fær mitt atkvæði. Hann var lykillinn að velgengni Suns í vetur og hefur t.a.m. náð að byggja upp mjög gott stökkskot, eitthvað sem fólk er ekki vant frá leikmönnum sem koma beint úr gagnfræðaskóla. NBA - Varnarmaður ársins Allen Iverson, Philadelphia 76ers Eins og leikurinn spilast í dag þá verð ég ekki var við mikla vörn í deildinni. Mun minni snerting er leyfð í dag og ef við tökum vörnina mína gegn Magic Johnson (í lokaúrslitum NBA árið 1991 þegar Chicago Bulls vann Los Angeles Lakers, 4-1) þá er það eitthvað sem þið munuð aldrei sjá aftur. Reglugerðarnefndin er búin að minnka snertinguna hjá varnarmanninum til þess að auka stigaskor í deildinni. Af þeim ástæðum er mjög erfitt að finna góðan varnarmann í dag. Bruce Bowen hefur verið nefndur til skjalanna en það má ekki gleyma því að hann er með sjö feta miðherja (Tim Duncan) fyrir aftan sig. Iverson fær mitt atkvæði vegna þess að hann nær að stela boltanum og setur mikinn kraft í varnarvinnuna sína. Ef tekið er mið að því hvernig íþróttin er orðin í dag þá er Allen Iverson að gera stórkostlega hluti í vörninni. NBA - Framkvæmdastjóri ársins John Paxson, Chicago Bulls. Á sínum stutta tíma hjá Bulls hefur Paxson unnið mjög gott starf og tekið hárréttar ákvarðanir í hvívetna (eins og þegar hann losaði sig við mig, gamla gumpinn). Það er reyndar sorglegt að þegar liðið var við það að hefja sig til almennilegs flugs komu upp alvarleg meiðsli innan hópsins. Þökk sé Paxson þá er nútíðin ekki aðeins björt heldur einnig framtíðin. NBA - Besti sjötti maðurinn Ben Gordon, Chicago Bulls. Ben Gordon er stór ástæða fyrir því að Bulls er á komið í úrslitakeppnina. Hæfni hans til að takast á við óþekkta hluti er mikil og þá hefur verið unun að fylgjast með honum í lokafjórðungum leikja. Ricky Davis hjá Boston Celtics kemur einnig sterklega til greina en Gordon er sínu liði töluvert mikilvægari leikmaður en Davis. Þar sem að ég er aðdáandi Chicago Bulls og hef fengið að fylgjast með hverjum einstaklingum á fætur öðrum heillast af liðinu vegna Gordon þá get ég ekki annað en valið hann besta sjötta manninn. Ben Gordon er svo góður í þessari stöðu að hann gæti hæglega haldið áfram í henni það sem eftir er af ferlinum. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira
Scottie Pippen, fyrrum leikmaður í NBA-körfuboltanum, valdi á dögunum þá leikmenn sem hann taldi eiga rétt á þeim verðlaunum sem veitt eru á ári hverju NBA-deildinni. Verðlaunin, sem kappinn kallar The Annual Pip Awards, voru birt á bloggi Pippens sem er að finna á NBA.com og er vitnað beint í skrif kappans hér fyrir neðan. Verðlaunin, sem kappinn kallar The Annual Pip Awards, voru birt á bloggi Pippens sem er að finna á NBA.com og er vitnað beint í skrif kappans hér fyrir neðan. NBA MVP (Most Valuable Player eða verðmætasti leikmaðurinn) Shaquille O´Neal, Miami Heat Hann er einstaklega erfiður við að eiga og Shaq er enn að valda mönnum heilabroti varðandi leikstíl sinn. Þetta er ekki náungi sem kom inn í deildina fyrir þremur árum heldur er hann búinn að vera yfirburðarmaður í rúman áratug. Það er ekki hægt að stoppa hann, punktur. Hann kom til Miami og gerði Heat að einu af fimm líklegustu liðum deildarinnar til að næla í titil. Þetta eru spennandi tímar fyrir Miamiborg og á Shaq stóran þátt þar að máli. Dwyane Wade gæti hæglega blandað sér í þessa baráttu en mér finnst mjög aðdáunarvert hvað hann hefur víkkað leik sinn mikið. Mikið hefur verið rætt um Steve Nash hjá Phoenix Suns en fyrir mína parta á hann ekkert erindi sem MVP þar sem að hann er ekkert sérstakur varnarmegin á vellinum. Ef hann væri eitthvað í líkingu við menn á borð við John Stockton í vörninni, þá myndi ég velja hann en það er því miður ekki raunin. Fyrr myndi ég skoða Amaré Stoudemire, samherja Nash hjá Suns. Þá finnst mér Tim Duncan eiga fullt erindi þarna inn líka og hann er liði sínu mjög mikilvægur. En það getur aðeins einn unnið þennan titil og Shaq er vel að honum kominn. NBA - Þjálfari ársinsScott Skiles, Chicago Bulls. Ég er reyndar mjög hlutdrægur hér þar sem að ég hef horft mikið á Chicago í vetur og skil hvernig liðið umturnaðist. Þá var ég leikmaður Bulls þegar liðið náði ekki einu sinni 20 sigrum yfir veturinn og mér líður alltaf eins og ég sé hluti af liðinu þó að ég sé hættur að spila. Bulls byrjaði á að tapa fyrstu níu leikjunum en Skiles fékk liðið til að hysja upp um sig buxurnar, spila fantagóða vörn og spila liðsbolta eins og hann gerist bestur. Skiles á þennan titil frekar skilið en George Karl hjá Denver Nuggets því ekki má gleyma því að Nuggets komst í úrslit í fyrra. Chicago er hins vegar að horfa á björtustu tíma liðsins síðan 1998 og Scott Skiles á heiður skilið fyrir sín störf. NBA - Nýliði ársins Ben Gordon, Chicago BullsEmeka Okafor, Charlotte Bobcats Ben Gordon hjá Chicago Bulls og Emeka Okafor, leikmaður Charlotte Bobcats, neyðast til að deila þessum titli á milli sín en ég hélt í fyrstu að Gordon myndi hreppa þessi verðlaun. Ég get bara ekki litið framhjá Emeka enda er hann búinn að eiga mjög gott tímabil. Bæði Ben og Emeka hafa verið mjög kröfuharðir á sig sjálfa og sönnuðu í vetur að þeir geta leikið körfubolta á svo háum staðli sem raun ber vitni. Þeir sögðu m.a.s. liðum sínum: "Ég ætla að verða svona leikmaður og þið getið byggt liðið í kringum mig því þetta munuð þið fá frá mér í hverjum einasta leik." NBA - Mestu framfarir Amaré Stoudemire, Phoenix Suns. Þó að LeBron James hafi náð miklum framförum frá síðasta ári þá er hann búinn að sanna sig sem toppspilari og vann að auki verðlaunin sem besti nýliðinn á síðasta ári. Nokkrir komu til greina fyrir framfaraverðlaunin eins og t.d. Kirk Hinrich hjá Bulls, Tayshaun Prince hjá Detroit Pistons, en Stoudemire er sá sem fær mitt atkvæði. Hann var lykillinn að velgengni Suns í vetur og hefur t.a.m. náð að byggja upp mjög gott stökkskot, eitthvað sem fólk er ekki vant frá leikmönnum sem koma beint úr gagnfræðaskóla. NBA - Varnarmaður ársins Allen Iverson, Philadelphia 76ers Eins og leikurinn spilast í dag þá verð ég ekki var við mikla vörn í deildinni. Mun minni snerting er leyfð í dag og ef við tökum vörnina mína gegn Magic Johnson (í lokaúrslitum NBA árið 1991 þegar Chicago Bulls vann Los Angeles Lakers, 4-1) þá er það eitthvað sem þið munuð aldrei sjá aftur. Reglugerðarnefndin er búin að minnka snertinguna hjá varnarmanninum til þess að auka stigaskor í deildinni. Af þeim ástæðum er mjög erfitt að finna góðan varnarmann í dag. Bruce Bowen hefur verið nefndur til skjalanna en það má ekki gleyma því að hann er með sjö feta miðherja (Tim Duncan) fyrir aftan sig. Iverson fær mitt atkvæði vegna þess að hann nær að stela boltanum og setur mikinn kraft í varnarvinnuna sína. Ef tekið er mið að því hvernig íþróttin er orðin í dag þá er Allen Iverson að gera stórkostlega hluti í vörninni. NBA - Framkvæmdastjóri ársins John Paxson, Chicago Bulls. Á sínum stutta tíma hjá Bulls hefur Paxson unnið mjög gott starf og tekið hárréttar ákvarðanir í hvívetna (eins og þegar hann losaði sig við mig, gamla gumpinn). Það er reyndar sorglegt að þegar liðið var við það að hefja sig til almennilegs flugs komu upp alvarleg meiðsli innan hópsins. Þökk sé Paxson þá er nútíðin ekki aðeins björt heldur einnig framtíðin. NBA - Besti sjötti maðurinn Ben Gordon, Chicago Bulls. Ben Gordon er stór ástæða fyrir því að Bulls er á komið í úrslitakeppnina. Hæfni hans til að takast á við óþekkta hluti er mikil og þá hefur verið unun að fylgjast með honum í lokafjórðungum leikja. Ricky Davis hjá Boston Celtics kemur einnig sterklega til greina en Gordon er sínu liði töluvert mikilvægari leikmaður en Davis. Þar sem að ég er aðdáandi Chicago Bulls og hef fengið að fylgjast með hverjum einstaklingum á fætur öðrum heillast af liðinu vegna Gordon þá get ég ekki annað en valið hann besta sjötta manninn. Ben Gordon er svo góður í þessari stöðu að hann gæti hæglega haldið áfram í henni það sem eftir er af ferlinum.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira