Sport

Defoe framlengir við Spurs

Hinn smái en knái markaskorari hjá Tottenham Hotspurs, Jermain Defoe, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2010, en hann hafði meðal annars verið orðaður við Chelsea. Defoe hefur blómstrað síðan hann kom til Tottenham frá liði West Ham og er kominn í enska landsliðshópinn. Hann hefur skorað 22 mörk fyrir Tottenham á leiktíðinni og verið liðinu mikilvægur. Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham var mjög ánægður með að vera búinn að landa undirskrift landsliðsmannsins unga, en Defoe er aðeins 22 ára gamall. "Við erum hæstánægðir með að vera búnir að landa þessum samningi og það er hann líka. Hann hefur hjálpað okkur mikið í vetur með því að skora mikið af mörkum og við erum vissir um að hann geti bætt leik sinn enn frekar," sagði Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×