Er stór hópur öryrkja afætur? 28. apríl 2005 00:01 Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar