Denver heimtar virðingu 27. apríl 2005 00:01 Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl. NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl.
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira