Sport

England fær ekki fimm sæti

Uefa mun ekki veita Englandi fimm sæti í Meistaradeild Evrópu að ári en enska knattspyrnusambandið hafið farið fram á fimm sæti ef Liverpool vinnur Meistaradeildina en mun ekki enda í einu af fjórum efstu sætunum í deildinni sem gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu að ári. Það er því greinilegt að vinni Liverpool Meistaradeildina mun enska knattspyrnusambandið þurfa að velja á milli Liverpool og þá félagsins sem endar í fjórða sæti, að því gefnu að það verði ekki Liverpool, um hvort liðið fær sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Fyrir fimm árum var sama staða uppi á Spáni. Real Madrid sigraði Meistaradeild Evrópu en náðu aðeins fimmta sæti í spænsku deildinni. Spænska knattspyrnusambandið þurfti þá að velja á milli Real Madrid og Real Zaragoza sem endaði í fjórða sæti. Spænska knattspyrnusambandið valdi þá Real Madrid og er því líklegt að Liverpool verði fyrir valinu komi þessi staða upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×