Sport

Higgins úr leik á HM í snóker

John Higgins, sem varð heimsmeistari í snóker árið 1998, tapaði óvænt fyrir Shaun Murphy, 13-8 í annarri umferð heimsmeistaramótsins. Murphy náði forystu, 9-7, og vann fjóra af næstu fimm römmum eftir það. Hann var hæstánægður með sigurinn á Higgins enda er þetta í fyrsta sinn sem hann tekst að leggja Skotann knáa að velli. "Þegar ég hef náð mér á strik í keppnum hefur John alltaf orðið á vegi mér og sent mig út í kuldann," sagði Murphy sem mætir Steve Davis í úrslitum. "Steve er frábær spilari en ég hef unnið hann áður." Higgins var svekktur að bíða lægri hlut gegn Murphy en hrósaði honum engu að síður í hástert og sagði að Davis þyrfti að hafa sig allan við til að ná að bera sigur úr býtum. "Hann minnti einna helst á Matthew Stevens og Ronnie O´Sullivan þegar hann komst á skrið," sagði Higgins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×