Sport

Pétur Glímukóngur Íslands

Pétur Eyþórsson í KR varð í gær Glímukóngur Íslands þegar hann sigraði í Íslandsglímunni. Pétur sigraði Ólaf Odd Sigurðsson HSK í síðustu umferðinni og fékk sex og hálfan vinning en Ólafur Oddur varð annar með sex vinninga. Líkt og Pétur þá varði Sólveig Rós Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna, titil sinn frá í fyrra. Hún fékk þrjá og hálfan vinning og varð glímudrottning. Systir hennar, Svana Hrönn Jóhannsdóttir, varð önnur, hlaut þrjá vinninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×