Sport

Dómur Bowyer þyngdur

Knattspyrnumaðurinn Lee Bowyer sem leikur með Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, fékk glaðning frá enska knattspyrnusambandinu þegar það ákvað að þyngja keppnisbann hans vegna slagsmála við Kieron Dyer í leik gegn Aston Villa. Bowyer fékk upphaflega fjögurra leikja bann en sambandið fann sig knúið til að þyngja dóminn um þrjá leiki og að sekta Bowyer um 30 þúsund pund. Bowyer var sáttur við úrskurðinn. "Þetta er réttlátur dómur og núna vil ég bara einbeita mér að því að koma mér í gang aftur í boltanum en það er það eina sem skiptir máli," sagði Bowyer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×