Sport

Worthington ánægður

Nigel Worthington, knattspyrnustjóri Norwich var afar sáttur við að ná í þrjú dýrmæt stig á dramatískan hátt í gærkvöldi, þegar lið hans lagði Newcastle 2-1. Hann varaði menn þó við að dvelja of lengi í sigurvímunni, því framundan væri erfitt verkefni. Norwich er ennþá í neðsta sæti deildarinnar, því liðið er með lakara markahlutfall en Crystal Palace, sem er með jafn mörg stig. "Þetta var frábær sigur í gær. Það var mikið áfall þegar Kluivert jafnaði á 90. mínútunni, en heilladísirnar voru með okkur og við náðum að skora gott mark á síðustu sekúndunum. Við höfum nú náð stigum út úr þremur síðustu leikjum og við verðum að halda áfram á þessari braut ef við ætlum okkur að eiga möguleika á að halda okkur uppi. Nú gilda engar afsakanir lengur, við einfaldlega verðum að vinna Charlton um helgina," sagði Worthington.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×