Sport

Moyes vill tvo sigra í viðbót

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton heimtar að lið sitt vinni tvo leiki í viðbót til að tryggja sig í fjórða sæti deildarinnar til að eiga möguleika á Meistaradeildarsætinu á næsta ári. Everton lagði Manchester United í gærkvöldi með einu marki gegn engu og það var hörkutólið Duncan Ferguson sem skoraði hið mikilvæga mark liðsins, sem nú stendur prýðilega að vígi í baráttunni um fjórða sætið. Liðið er þremur stigum á undan grönnum sínum í Liverpool og eiga leik til góða. "Ég fer fram á að við vinnum tvo leiki í viðbót, því þá fara liðin í kring um okkur að fá færri tækifæri til að ná okkur. Við hefðum svosem sætt okkur við jafntefli í gær, en við náðum að brúa bilið sem er á milli liðanna getulega og ég er mjög sáttur við þennan sigur. Nú verðum við bara að taka einn leik fyrir í einu og einbeita okkur að því," sagði Moyes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×