Sport

Diouf á yfir höfði sér málssókn

Vandræðagemlingurinn El-Hadji Diouf, sem nýverið lýsti því yfir að hann vildi semja við lið Bolton, þar sem hann hefur verið á lánssamningi í vetur, á nú yfir höfði sér enn eina kæruna vegna spýtinga sinna á leikvellinum. Diouf spýtti á áhorfendur í leik gegn Middlesbrough í haust og fékk refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir vikið, en nú er verið að undirbúa einkamál gegn honum af einum af áhorfendunum sem urðu fyrir hrákanum. Diouf hefur átt í miklum erfiðleikum með að halda munnvatni sínu á síðustu árum og lenti í vandræðum þrjú ár í röð vegna hliðstæðra atvika. Þessi hrákahneigð leikmannsins hefur óneitanlega skemmt mikið fyrir honum, því engum dyljast knattspyrnuhæfileikar hans, þrátt fyrir að hann eigi afar erfitt með að temja skap sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×