Sport

Ferguson gagnrýnir Neville

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gat ekki stillt sig um að gagnrýna leikmann sinn Gary Neville, sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Everton í gærkvöldi, eftir að hann lét skapið hlaupa með sig í gönur. Neville spyrnti boltanum í svekkelsi í áhorfendur við hliðarlínuna og var vikið af velli í kjölfarið. Félagi hans Paul Scholes fékk að fara sömu leið á lokasekúndum leiksins, eftir að hafa sparkað einn leikmanna Everton niður. "Þetta var dómgreindarskortur hjá Neville, hann á að vita betur en að haga sér svona. Maður má ekki sparka boltanum í átt að áhorfendum nú til dags. Dómarinn var huglaus og Everton gekk á lagið. Þessi tækling sem Scholes fékk að fjúka fyrir var ekki verri en flestar tæklingar Everton manna allan leikinn," sagði Skotinn bitur í samtali við fréttamenn eftir leikinn, en tapið færði lið hans enn fjær voninni um að ná öðru sætinu í deildinni af Arsenal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×