Sport

Ísland stendur í stað

Íslenska karlalandsliðið í knattpyrnu er í 95. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kynntur var í dag og stendur í stað frá síðasta mánuði. Ísland lék tvo leiki frá því að síðasti listi var kynntur. 4-0 tapleik gegn Króatíu ytra í undankeppni HM og markalausan jafnteflisleik gegn Ítölum einnig ytra. Það kemur engum á óvart að Brasilíumenn eru sem fyrr efstir á listanum en Tékkar klifra upp um 2 sæti og eru í 2. sæti, fara upp fyrir Argentínu og Frakka sem eru þar fyrir neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×