Sport

FH-ingar vígja knattspyrnuhús

FH-ingar vígja nýtt knattspyrnuhús á svæði félagsins í Kaplakrika í dag. Framkvæmdin hefur vakið athygli annarra íþróttafélaga og bæjarfélaga þar sem FH ingar fara þá leið að byggja yfir hálfan knattspyrnuvöll og yfirbyggingin er stálgrind þar sem dúkur er strengdur yfir. FH ingar stóðu sjálfir fyrir framkvæmd knattspyrnuhússins og stofnuðu hlutafélag í kringum rekstur þess. Áætlaður kostnaður er um 100 milljónir króna. Menntamálaráðherra, bæjarstjórinn í Hafnarfirði og fleiri góðir gestir verða viðstaddir vígslu hússins í dag klukkan 17. Björgólfur Guðmundsson tilkynnir nafn nýja knattspyrnuhússins fyrir hönd styrktaraðila og opnar húsið formlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×