Hvenær er fyrsti maí? 20. apríl 2005 00:01 Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun