Sport

Heiðar með sigurmark Watford

Heiðar Helguson skoraði sigurmark Watford sem vann 1-0 sigur á Rotherham í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson lék eins og Heiðar allan leikinn með Watford. Gylfi Einarsson lék allan leikinn með Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við QPR á útivelli en hann er nýstiginn úr meiðslum. Athygli vekur að Ívar Ingimarsson sat allan tímann á varamannabekk Reading sem vann Nottm Forest 1-0 en hann hefur þjáðst af miklu kvefi undanfarna daga. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn í liði Leicester sem tapaði fyrir Wigan 2-0 en Bjarni bróðir hans er enn meiddur og var ekki í leikmannahóp Plymouth sem tapaði 2-0 fyrir Stoke. Bróðir þeirra, Þórður, var ekki í leikmannahóp Stoke. Þórarinn Kristjánsson var í leikmannahópi Aberdeen sem tapaði 3-2 fyrir Celtic í skosku úrvalsdelidinni en hann kom ekkert við sögu í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×